Uppbygging í heilbrigðisþjónustu Akranesi!

Nýlega heimsóttum við frambjóðendur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nú í síðasta mánuði var tilkynnt að þar verði opnað liðskiptasetur þar sem eingöngu verður sinnt liðskiptaaðgerðum. Setrið getur framkvæmt um 430 aðgerðir á ári sem er tvöföldun á núverandi afkastagetu. Þetta er liður í víðtækari áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að mæta vaxandi þörf fyrir aðgerðir, stytta bið fólks í brýnni þörf til betri heilsu, bæta verkferla og samræma þjónustu.

Þessi uppbygging er gott dæmi um stefnu okkar Vinstri grænna í heilbrigðismálum í verki. Við viljum að fólkið í landinu geti sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum enda þarf þjónustan að vera nálægt fólkinu. Því viljum við halda áfram að byggja upp og efla heilbrigðisþjónustu um land allt. Við teljum líka að besta leiðin að gera það og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, sé að byggja þjónustuna upp á félagslegum grunni. Það hefur verið leiðarljós okkar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og verður áfram.

Bjarni Jónsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Höf. skipa 1. og 2. sæti VG í Norðvestur kjördæmi.