Þóra Margrét Lúthersdóttir

Aldur og fyrri störf Aldur 39, fyrri störf dyravörður, verslunarstjóri, afgreiðsla, umönnun, barþjónn, þrif. Í dag móðir og bóndi. Af hverju VG Í sannleika aðeins uppreisn, velvilji og framtíðarsýn fyrir samfélagið allt. Þrjú helstu baráttumál Landbúnaður, atvinnumál og félagsmál

Þóra Magnea Magnúsdóttir

Kennari og MA í uppeldis- og menntunarfræðum. 2.-3. sæti. Hver er þessi Þóra Magnea? Ég er brúneygð kona sem býr á Akranesi. Ung varð ég einhvers konar samstarfsverkefni fjölskyldu og vina. Því mætti segja að ég hafi vaxið upp á stöðugu ferðalagi. Ég var barnið sem flaug á milli landshluta, gisti í hjólhýsi og ,,ók” […]

Sigríður Gísladóttir

Aldur og fyrri störf 40 ára dýralæknir til sjós og lands. Af hverju VG VG stendur fyrir allt það sem er gott og skynsamlegt fyrir land og þjóð og heiminn allan. Umhverfisvernd, jafnrétti og frið. Þrjú helstu baráttumál 1. Náttúruvernd með áherslu á varðveislu og fræðslu eins og fæst með fleiri þjóðgörðum Aðgengi að opinberri […]

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti Ég er fædd og uppalin á Ísafirði. En hef eins og margt landsbyggðarfólk búið víða. Ég lauk Bed í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2006 og starfaði sem leikskólakennari, leikskólastjóri og stuðningsfulltrúi bæði á Ísafirðir og í Súðavík til ársins 2012 er ég hóf rekstur á kaffihúsi á Ísafirði. Árið […]

María Hildur Maack

Verkefnastjóri umhverfisvottunar Vestfjarða og frumkvöðull í vinnslu þangs og þara á Reykhólum., 3.-5. sæti Ég hef háskólamenntun í líffræði og jarðfræði en hugurinn beindist snemma að íslenskri náttúru og sérstöðu hennar á heimsvísu. Ég hef kennt náttúrufræði á öllum skólastigum, einnig um orku og loftslagsmál við Háskólasetur Vestfjarða. En leiðsögn um Ísland í 26 sumur […]

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Aldur og fyrri störf Er 64 ára. Fædd og uppalinn í Súgandafirði kominn af bændum,sjómönnum og kennurum. Alþýðukona með félagsmálabakteríu frá unga aldri í verkalýðs og sveitarstjórnarmálum verið oddviti og formaður verkalýðs og sjómannafélags og þingmaður í 12 ár. Af hverju VG Flokkurinn byggir á samfélagslegri hugsun þar sem jöfnuður og réttlæti er haft að […]

Lárus Ástmar Hannesson

Aldur og fyrri störf Ér er fæddur í Stykkishólmi árið 1966 og er því 55 ára. Faðir minn er Hannes Gunnarsson og móðir mín er Hrefna Þorvarðardóttir. Ég er yngstur þriggja barna þeirra. Ég starfa sem grunnskólakennari. Giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur og eigum við 4 börn. Hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms 15 ár. Hef verið […]

Bjarni Jónsson

Aldur og fyrri störf Ólst upp við landbúnaðarstörf í Bjarnarhöfn, háskólakennari við Háskólann á Hólum, stunda rannsóknir á náttúru Íslands til lands og sjávar og ráðgjöf um auðlindanýtingu, en hef lengst af starfað sem fiskifræðingur. Af hverju VG VG leggur áherslu á róttæka byggðastefnu, styrkja innviði, treysta búsetu og fjölskylduvænt samfélag. á landsbyggðinni og náttúruvernd. […]