Þóra Margrét Lúthersdóttir

Sauðfjár- og skógarbóndi, 2.-3. sæti

Ég er sauðfjár- og skógarbóndi, móðir 4 kraftmikilla barna og ég er í sambúð með Einari Árna Sigurðssyni. Við búum á bænum Forsæludal í Vatnsdal og rekum þar sauðfjárbú og vinnum að skógrækt. Ég á ættir að rekja í Fnjóskadal og í Húnavatnssýslu. Mínum frítíma vil ég eyða með fjölskyldunni, í ferðalög, útivist og bókalestur.

Byggðamál eru mér hugleikin, í mínum huga falla samgöngur, atvinnumál, menntamál, umhverfismál og jafnrétti undir byggðamál. Til að samfélag nái að þróast, dafna og gefa af sér þurfa öll hjól innan þess að snúast í takt. Hvergi má það fara svo að eitt hjólanna hætti að virka eða viðhaldi á því sé ábótavant svo skaði hljótist af.

Norðvestur kjördæmið er ríkt af dugmiklu og litskrúðugu mannlífi, náttúrufegurð, auðlindum og tækifærum til sóknar og vaxtar. Innviðauppbyggingar er þó víða þörf á, bæta þarf samgöngur og fjarskipti. Koma þarf atvinnumálum af stað og ýta undir að góðar hugmyndir fái farveg. Tryggja þarf aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Áskoranir og tækifæri munu bíða þeirra einstaklinga sem leiða munu flokk VG.

Ég er tilbúin til láta til mín taka fyrir svæðið í heild sinni, tilbúin að vera málsvari fólksins og vinna að starfinu af einhug.

Aðrir frambjóðendur