Þóra Magnea Magnúsdóttir

Kennari og MA í uppeldis- og menntunarfræðum. 2.-3. sæti.

Hver er þessi Þóra Magnea?

Ég er brúneygð kona sem býr á Akranesi. Ung varð ég einhvers konar samstarfsverkefni fjölskyldu og vina. Því mætti segja að ég hafi vaxið upp á stöðugu ferðalagi. Ég var barnið sem flaug á milli landshluta, gisti í hjólhýsi og ,,ók” Hvalfjörðinn sennilega oftar en nokkur annar. Það er ef til vill vel við hæfi að stærsti hluti starfsævinnar hafi m.a. farið í að draga úr samgönguslysum – sem verkefna- og fræðslustjóri hjá Umferðarstofu og síðar Samgöngustofu. Síðustu ár tók ég ágætis u-beygju í lífinu og settist aftur á skólabekk. Meðfram námi í jafnréttisfræði og sálgæslu hef ég markþjálfað og kennt atvinnulausu fólki á námskeiðum fyrir Vinnumálastofnun.

VG

Ég lærði snemma að öll störf innan stjórnmálahreyfinga eru jafn mikilvæg. Fyrir utan vöfflubakstur og almennt pepp fyrir kosningar hef ég setið í stjórn VG, stjórnum svæðisfélaga og í flokksráði.

Af hverju?

Á Skaganum nýt ég að sjá börnin – framtíðina –  leika sér, stunda nám og tómstundir, taka strætó og hoppa á ærslabelgjum. Akranes stækkar og stækkar því margir njóta þess að ala börn sín upp í nærandi umhverfi Skagans.

Gott er að kunna að njóta en það er líka hollt að vilja gera gagn. Á næsta kjörtímabili bíða okkar stór verkefni. Í þessu kjördæmi sem öðrum. Ég vil taka þátt í þeirri vinnu.

Ég er stolt af verkum okkar á kjörtímabilinu. Síðustu ár hafa sýnt svo um munar hversu mikilvægt er að kjósa VG. Við ætlum gera meira, enn meira!

Facebook: https://www.facebook.com/thoramagneamagnusdottir/

Instagram: @thoramagnea

Aðrir frambjóðendur