14. sæti

Rún Halldórsdóttir

Aldur og fyrri störf

56 ára læknir. Móðir þriggja fullirðinna sona. Sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum í Noregi 1998-2004. Svæfingalæknir á Sjúkrahúsi Akraness, HVE, frá 2004. Bæjarfulltrúi VG á Akranesi 2006-2010.

Af hverju VG

Gekk til liðs við VG vegna þess að stefnuskrá hreyfingarinnar rímar vel við mín lífsviðhorf varðandi jafnrétti kynjanna, félagslegt jafnrétti almennt og umhverfisvernd.

Þrjú helstu baráttumál

Mikilvægustu baráttumál hvers mannlegs samfélags ættu að mínu mati allsstaðar að vera, kynjajafnrétti, að öll börn alist upp við öryggi og jöfn tækifæri til náms og þroska og að allir hafi jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Aðrir frambjóðendur