8. sæti

Ólafur Halldórsson

Aldur og fyrri störf

Ég er 18 ára og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri þann 17. júní síðastliðinn. Í sumar hef ég starfað á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild, en þar ætla ég að vinna áður en ég held í frekara nám.

Af hverju VG

Áherslur flokksins í umhverfismálum, geðheilbrigðismálum, byggðamálum og sjávarútvegsmálum voru til dæmis þær áherslur sem höfðuðu til mín og spiluðu stóran þátt í því að ég gekk til liðs við VG. Einnig var frammistaða VG í ríkisstjórn stór ástæða þess að ég valdi VG. Frammistaðan fannst mér aðdáunarverð þar sem að flokkurinn náði fram málum í anda vinstristefnu og umhverfisstefnu flokksins þrátt fyrir samstarf með flokkum með gjörólíkar áherslur.

Þrjú helstu baráttumál

Umhverfismál eru að sjálfsögðu mitt helsta baráttumál þar sem loftslagsváin er helsta ógn minnar kynslóðar og komandi kynslóða.
Byggðamál eru mér mikið baráttumál þar sem að ég ólst upp og bý á litlum stað úti á landi. Ég tel að málefni landsbyggðarinnar fái ekki nægilega mikla athygli og tel mikilvægt að ungt fólk telji búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu.
Geðheilbrigðismál eru einnig mikið baráttumál hjá mér, en mér finnst að allir ættu að geta sótt geðheilbrigðisþjónustu óháð fjárhagsstöðu og búsetu.

Aðrir frambjóðendur