Nanný Arna Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti

Ég er fædd og uppalin á Ísafirði. En hef eins og margt landsbyggðarfólk búið víða. Ég lauk Bed í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2006 og starfaði sem leikskólakennari, leikskólastjóri og stuðningsfulltrúi bæði á Ísafirðir og í Súðavík til ársins 2012 er ég hóf rekstur á kaffihúsi á Ísafirði. Árið 2013 varð ég framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures á Ísafirði. Ég og eiginmaður minn eigum það að stærstum hluta en það hefur verið í rekstri frá 2006.

Ég er bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæja, á öðru kjörtímabili mínu. Í Ísafjarðarbæ hafa vinstri flokkarnir boðið fram sameiginlega síðan 2006.

Áherslumál mín í pólitík liggja í jöfnuði og sjálbærni í sinni víðustu mynd. Jöfnuði íbúa til að taka þátt og vera gildir þegna sama hver uppruni þeirra er. Menntamál og tækifæri fólks til að sækja sér menntun í takt við áhuga sinn, til að fræðast og öðlast færni óháð búsetu, uppruna og efnahag. Ég legg áherslu á að börn fái lögbunda menntun og tækifæri til að blómsta og styrkjast, óháð stærð sveitarfélaga og efnahag foreldra.

Í mínum huga er sjáfbærni lykilorð framtíðarinnar. Samfélög sem ýta undir sjálfbærni fyrirtæka og stofnana munu standa styrkum fótum í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Sjálfbærni leiðir til nýsköpunar og heilbrigðis bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Því er mikilvægt að stjórnvöld leiti allra leiða til að jafna aðstöðu íbúa sama hvar þeir búa.

Síðasta ár hefur neytt okkur til að tileinka okkur nýja þekkingu sem við eigum að halda áfram að þróa og nýta íbúum og samfélögum til framdráttar. Störf án staðsetninga auka möguleika minni samfélaga til að vaxta og ýta undir framþróun. Fjórða iðnbyltinginn byggir á framlagi einstaklinga og minni fyrirtækja. Því er mikilvægt að hafa allt regluverk skýrt og hvetjandi.

Aðrir frambjóðendur