María Hildur Maack

Verkefnastjóri umhverfisvottunar Vestfjarða og frumkvöðull í vinnslu þangs og þara á Reykhólum.,

3.-5. sæti

Ég hef háskólamenntun í líffræði og jarðfræði en hugurinn beindist snemma að íslenskri náttúru og sérstöðu hennar á heimsvísu. Ég hef kennt náttúrufræði á öllum skólastigum, einnig um orku og loftslagsmál við Háskólasetur Vestfjarða. En leiðsögn um Ísland í 26 sumur með áhugasama erlenda ferðamenn kenndi mér hve mikilvægt er að gæta íslenskrar náttúru og hversu verðmæt hún er, ekki síst orkulindirnar. Það krefst samtals, jafnvel milli andstæðinga í stjórnmálum. Að mínu mati er skotgrafahernaður í mikilvægum málum tímasóun og sorp er auðlindasóun.

Sjávarrannsóknir, laxeldi og tilraunir við notkun vetnis og rafmagns í samgöngum hafa verið þungamiðjan í starfi mínu. Ég flutti til Reykhóla 2014 og hef starfað í atvinnu- og byggðaþróunarmálum, einnig umhverfisvottun fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum. Samvinna milli sveitarfélaga ætti að auðvelda og notkun tölva við að veita þjónustu sérfræðinga alls staðar aðgengileg. Ég vil standa með ungu fólki sem leitar atvinnu í tækni og tölvum, en verkleg þekking má ekki leggjast af. Þess vegna eru menntamál, starfsþjálfun, umhverfismál og tenging við atvinnu mér hugleikin. Mér finnst mikill munur á tækifærum sem bjóðast í litlum sveitarfélögum og þéttbýli og mikilvæg þau skref sem hafa verið tekin til að efla nýsköpun á landsbyggðinni á forsendum hennar. Sums staðar hentar nýting náttúruauðlinda og ber þá að skipuleggja hana frá upphafi út frá langtímasjónarmiðum og huga að endurnýjun auðlinda. Reyndar finnst mér jafnframt réttlátt að hluti auðlindagjalda renni til sveitarfélaga þannig að þau njóti auðlindanotkunar í þeirra umdæmi, rétt eins og tekjur af virkjunum og öðrum mannvirkjum

Aðrir frambjóðendur