Lilja Rafney Magnúsdóttir

Alþingismaður, 1. sæti

Ég heiti Lilja Rafney Magnúsdóttir fædd 24 júní 1957 og býð mig áfram fram til að leiða  lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Eiginmaður minn er Hilmar Oddur Gunnarsson og eigum við 4 börn. Ég hef marga fjöruna sopið eins og sagt er og hef setið á Alþingi síðan 2009 og lagt mig fram við að berjast fyrir hagsmunum landsbyggðanna og skapa réttlátara samfélagi fyrir alla.

Ég er landsbyggðar og alþýðukona  frá Suðureyri  við Súgandafjörð og hef búið þar áfram eftir að ég varð þingmaður og ég er sprottin úr jarðvegi verkalýðsbaráttu og hagsmunabaráttu landsbyggðarinnar til sjávar og sveita og  bakgrunnur  minn úr verkalýðsmálum og sveitarstjórnarmálum hefur nýst mér vel í störfum mínum sem þingmaður.

Barátta mín inn á þingi hefur snúist um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og náð fram dagakerfi í strandveiðum.  Unnið að innviðauppbyggingu á landsbyggðunum ,jöfnun orkuverðs, eflingu fjölbreytts landbúnaðar,auknu jafnrétti til náms,náttúruvernd og endurreisn heilbrigðis og velferðarkerfisins þar sem hagsmunir aldraðra, öryrkja og unga fólksins eru tryggðir.

Ég hef verið formaður atvinnuveganefndar sl. 4 ár þar sem unnið hefur verið með fjölda mála á sviði sjávarútvegs ,landbúnaðar,ferðaþjónustu , orkumál ,skapandi greina og nýsköpunarmála. Mikil samvinna hefur verið í nefndinni og hef ég lagt mig í líma við að vinna sem best í samstöðu við úrlausn mála sem hefur borið góðan árangur.

Einnig hef ég verið í Velferðarnefnd sem hefur fengið mörg mál til úrlausnar sem tengjast Kórónufaraldrinum og leitt framsögu í málum þar tengdum.

Ég hef starfað í Íslandsdeild Vestnorrænaráðsins til margra ára og starfað þar með vinum okkar í Færeyjum og á Grænlandi  við að efla fjölbreytt samstarf þjóðanna og gæta sameiginlegra hagsmuna okkar á Norðurslóðum.

Ég býð áfram krafta mína og reynslu til að vinna að réttlátu samfélagi og þjóðfélagsbreytingum með sjálfbærni að leiðarljósi þar sem við byggjum á fjölbreyttu atvinnulífi og góðu aðgengi að menntun og heilbrigðiskerfi fyrir alla.

Grípum tækifærin, verkin tala!

Aðrir frambjóðendur