5. sæti

Lárus Ástmar Hannesson

Aldur og fyrri störf

Ér er fæddur í Stykkishólmi árið 1966 og er því 55 ára. Faðir minn er Hannes Gunnarsson og móðir mín er Hrefna Þorvarðardóttir. Ég er yngstur þriggja barna þeirra. Ég starfa sem grunnskólakennari. Giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur og eigum við 4 börn. Hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms 15 ár. Hef verið tengdur hestamennsku frá unga aldri og gengt trúnaðarstörfum fyrir hestamenn. Var m.a. formaður Landssambands hestamannafélaga í sex ár frá árinu 2014 til ársins 2020. Er menntaður kennari með búfræðipróf frá Hólum. Unnið við tamningar, á sjó en hin seinni ár sem grunnskólakennari.

Af hverju VG

Ég gekk í VG fyrir löngu síðan og var stofnfélagi VG í Stykkishólmi. Vg hefur þá stefnu, innviði og þann mannskap sem ég tel vænlegan til árangurs í að byggja upp umburðarlynt samfélag þar sem virðing er borinn fyrir öllum einstaklingum. Nærgætni og framsýni er í umgengni við náttúruna og skilningur á mikilvægi þess að móðir jörð er það sem við og komandi kynslóðir verða að bera umgangast með þakklæri og virðingu. Vg mun halda áfram að byggja upp samfélag sem mun fóstra komandi kynslóðir og gefa þeim tækifæri á góðu og hamingjuríku lífi.

Þrjú helstu baráttumál

Málefni landsbyggðarinnar eru mér hugleikin og efling sveitarfélaganna. Málefni náttúru og umhverfis eru það sem ég við leggja áfram og enn meiri áherslu á. Jöfnuður og jöfn tækifæri er mikilvægt að standa vörð um. Ég verð einnig að nefna mikilvægi þess að eignarhald þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Það er ófskaplega mikilvægt til framtíðar.

Aðrir frambjóðendur