Lárus Ástmar Hannesson

Grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti

Ég heiti Lárus Ástmar Hannesson og bý í Stykkishólmi þar sem ég fæddist árið 1966 og ólst upp.  Ég er giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur frá Akranesi og eigum við fjögur börn á aldrinum 18 – 26 ára.   Eftir grunnskóla fór ég í bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1984. Ég tók stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Akranes 1989.  Lauk B.ed. prófi í fjarnámi frá Kennaraháskóla Íslands 2003.  Lauk framhaldsstigi í söng 2006 frá Tónlistarskóla Stykkishólms.

Ég hef starfað sem kennari við Grunnskóla Stykkishólms frá 1998.  Starfað víða að menningarmálum og félagsmálum.  Frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 hef ég setið í bæjarstjórn Stykkishólms sem oddviti L-listans í Stykkishólmi.  Kjörtímabilið 2010 – 2014 var ég forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs á tíma og bæjarstjóri í lok kjörtímabilsins.

Hestamennska hefur frá barnsaldri verið stór þáttur í mínu lífi og starfaði ég sem atvinnumaður í þeirri grein í nokkur ár bæði innanlands og í Þýskalandi.

Haustið 2014 var ég kjörinn formaður Landssambands hestamannafélaga (LH) og gegndi því embætti í sex ár eða til haustsins 2020.  Einnig var ég formaður stjórnar Landsmóts ehf. Landsambandið er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ og telur um 12000 meðlimi.

Undanfarin tvö ár höfum við fjölskyldan verið að byggja upp hestatengda ferðaþjónustu í Grundarfirði.

Ég tók þátt í stofnum Vg í Stykkishólmi og hef starfað með hreyfingunni síðan og setið á listum Vg í norð-vesturkjördæmi undanfarnar kosningar.

Ég tel að Vg hafi fyrir löngu sannað hversu góð stefna hreyfingarinnar er og hversu gott fólk starfar í henni.  Stefnan byggir á umburðarlyndi, mannréttindum og framsýni.

Ég er tilbúinn að vinna áfram að stefnu hreyfingarinnar.

Aðrir frambjóðendur