7. sæti

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir

Aldur og fyrri störf

40 ára. Ég er búin að vinna í háskólaumhverfinu síðan 2008. Var náms- og starfsráðgjafi við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Hólum til 2014 þegar ég færði mig yfir í Háskólann á Bifröst. Síðasta haust breytti ég svo til og tók við starfi framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu.

Af hverju VG

Vg er flokkurinn sem heillaði mig vegna áherslu á umhverfismál, jafnrétti og félagshyggju. Ég trúi því að allir eigi að eiga sama rétt til náms og heilbrigðisþjónustu.

Þrjú helstu baráttumál

Baráttumálin eru umhverfismál nú sem aldrei fyrr, styrking og umbætur í heilbrigðiskerfinu með áherslu á skilvirkni. Geðheilbrigðismál þurfa að vera á oddinum þar og þjónusta við sreifðar byggðir. Síðast en ekki síst nýsköpun með sjálfbærni að leiðarljósi.

Aðrir frambjóðendur