Öruggt húsnæði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt […]

Réttur dýra til lífs og velvildar

Sigríður Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða […]

LÍFSKJÖR OG VELSÆLD!

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að […]

Loftslagið og dreifbýlið

Ólafur Halldórsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf […]

Uppbygging í heilbrigðisþjónustu Akranesi!

Nýlega heimsóttum við frambjóðendur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nú í síðasta mánuði var tilkynnt að þar verði opnað liðskiptasetur þar sem eingöngu verður sinnt liðskiptaaðgerðum. Setrið getur framkvæmt um 430 aðgerðir á ári sem er tvöföldun á núverandi afkastagetu. Þetta er liður í víðtækari áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að mæta […]

FJÖLBREYTT ATVINNA FYRIR ALLA !

Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum […]

Rannsóknasetur skapandi greina á heima á Bifröst

Við háskólann á Bifröst er hefð og hugur fyrir frumkvöðla starfi. Það var því kærkominn áfangi í frekari þróun náms og fræðastarfs í þágu nýsköpunar og skapandi atvinnugreina, sú ákvörðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að rannsóknasetur skapandi greina skuli byggjast upp á Bifröst. Nú hefur verið undirritað samkomulag við Háskólann á Bifröst um stofnun Rannsóknaseturs skapandi […]

Matvælaeyðimörk í matarkistu

Það er fátt sem bindur betur saman mannfólkið en að deila brauði með náunganum. „Gjörið svo vel“ eru ein af fallegri orðum íslensks máls ásamt því að þau opna á hlýju og náungakærleik í mannlegum samskiptum. Öll verðum við að borða til að lifa og öll eigum við að hafa gott aðgengi að matvælum. Aðgengi […]