Vinstri græn í
Norðvestur­kjördæmi
rafrænt forval
23. - 25. apríl

Niðurstöður forvals í NV-kjördæmi

23.-25. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Valið var í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti

2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið

3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti

4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti

5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti

8 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1454

Atkvæði greiddu 1049

Kosningaþáttaka var 72% 

Auðir seðlar 3

Kjörstjórn leggur fram lista með 16 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem haldið verður 23. – 25. apríl 2021.  

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, 1. sæti
Lárus Ástmar Hannesson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, 1. sæti
María Hildur Maack, umhverfisstjóri, 3.-5. sæti
Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti
Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, 2.-4. sæti
Þóra Magnea Magnúsdóttir, kennari, 2.-3. sæti
Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, 2.-3. sæti

Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl. Kosið verður um fimm efstu sæti á listanum, þar af bindandi í efstu þrjú en í samræmi við forvalsreglur VG. Atkvæðisbær í forvalinu eru öll þau sem skráð eru í hreyfinguna í kjördæminu 10 dögum fyrir kjörfund.

Tveir rafrænir framboðsfundir verða haldnir og opnir öllum,

10. apríl kl. 12.00  
19. apríl kl. 20.00. 

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, stýrir fundunum. Hlekk á fundina verður hægt að nálgast hér fyrir neðan

Framundan